Það er hægt að búa til svona tónlist á ódýran hátt en líka á listrænan, metnaðarfullan hátt og Daníel og hans fólk er algerlega í seinni flokknum.
Heilun Tónlistin á Ajna ber með sér sefandi strauma.
Heilun Tónlistin á Ajna ber með sér sefandi strauma.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Daníel lýsir TRPTYCH sem tónlistarleikvelli í fréttatilkynningu og það er nokkuð góð lýsing. Því að frelsið þar inni er greinilega fullkomið. Plötur TRPTYCH hafa hingað til verið bundnar í teknóheima, Spawn Apart (2021) inniheldur helsvalt teknó, taktfast og skuggalegt, á meðan sú síðasta, Inner Terrestrial MMXXIII a.D. (2023) liggur nær þeirri plötu sem hér er til umfjöllunar. Tónlistin á henni er í raun algert sveim („ambient“) og plata sú um tveir og hálfur tími að lengd. „Hljóðheimur plötunnar tekur hlustandann í ferðalag þar sem allt raunveruleikaskyn hverfur, hugarástandið verður óljóst og draumar og undirmeðvitundin taka völdin,“ sagði í fréttatilkynningu um Inner Terrestrial MMXXIII a.D. og er óhætt að taka

...