Dönsk Emma Cecilie Norsgaard Bjerg í keppni í götuhjólreiðum á ÓL. Hjólreiðamenningin er afar sterk meðal Dana.
Dönsk Emma Cecilie Norsgaard Bjerg í keppni í götuhjólreiðum á ÓL. Hjólreiðamenningin er afar sterk meðal Dana. — AFP

Gjarnan er sagt að í stríði sé sannleikurinn jafnan fyrsta fórnarlambið. Nokkuð kann að vera til í því; fréttamenn eru jafnan háðir þeim sem bardagana heyja um fregnir af vígvellinum þar sem allir vilja gera hlut sinn sem bestan. En myndir ljúga varla. Fólk á flótta, byssur á lofti, eldur og átök. Úkraína, Ísrael og Gasa. Af þessu birtir franska fréttaveitan AFP óteljandi myndir.

Vestur í Bandaríkjunum fer Kamala Harris nú sem stormsveipur og kynnir sig og sitt og fær ágætar undirtektir. Sækir fast á. Muna skal þó að hún á við ólíkindatól að etja; Trump fer mikinn og ríður með björgum fram. Og í Danmörku leikur Friðrik kóngur á als oddi, enda er stundum gestkvæmt í hans ranni.

Annars eru Ólympíuleikarnir nú mál málanna í heimsfréttum; hátíð með boðskap friðar og þess að hægt sé að gera veröldina ögn betri. Sem vissulega er hægt. Vilji er allt sem þarf. sbs@mbl.is