Menningarsetur Hús skáldsins er við Bjarkarstíg á Brekkunni á Akureyri.
Menningarsetur Hús skáldsins er við Bjarkarstíg á Brekkunni á Akureyri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Á morgun, á sunnudegi um verslunarmannahelgi, sem að þessu sinni ber upp á 4. ágúst, verður helgi- og ljóðastund Davíðshúsi á Akureyri kl. 11. Listafólkið Birkir Blær, Eyþór Ingi Jónsson og Rakel Hinriksdóttir flytja ljóð Davíðs Stefánssonar (1895-1964) í tali og tónum. Stutta íhugun út frá kvæðum Davíðs leiðir sr. María Ágústsdóttir sem um þessar mundir þjónar sem prestur við Glerárkirkju á Akureyri. Sjálf hefur hún tengsl við Möðruvelli í Högrárdal, þar þjónaði afi hennar sem prestur og var skáldið tíður gestur hans,

Davíðshús á Akureyri er Bjarkarstígur 6 þar í bæ. Þar bjó Davíð lengi og til dánardægurs. Húsið er í eigu Akureyrarbæjar og þar er með sama lagi og á tímum skáldsins. Í mörgum ljóða skáldsins frá Fagraskógi er að finna trúarleg stef, trúarglímu og andlega leit, en líka trúartraustið, segja aðstandendur viðburðar

...