Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

„Uppskeruhorfur eru nú eiginlega ekki eins góðar og við reiknuðum með. Við erum bara að læra í hverju skrefi eins og er. Veturinn var mjög slæmur og miklar rigningar svo við erum að horfa á svona 70 til 80% afföll,“ segir Haraldur Guðjónsson bóndi á Neðri-Bakka í Dalasýslu.

Síðustu tvö sumur hefur Haraldur ásamt konu sinni Þórunni Ólafsdóttur stundað hvítlauksrækt á bænum og reka fyrirtækið Dalahvítlaukur.

...