Sambíóin og Laugarásbíó Twisters / Skýstrókar ★★★★· Leikstjórn: Lee Isaac Chung. Handrit: Mark L. Smith. Aðalleikarar: Daisy Edgar-Jones, Glen Powell, Anthony Ramos og David Corenswet. Bandaríkin, 2024. 122 mín.
Skýstrókar Er „mjög spennandi kvikmynd sem heldur áhorfendum á tánum allan tímann,” að mati rýnis.
Skýstrókar Er „mjög spennandi kvikmynd sem heldur áhorfendum á tánum allan tímann,” að mati rýnis.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Skýstrókar er ný bandarísk hamfaramynd eftir leikstjórann Lee Isaac Chung og er sjálfstætt framhald af samnefndri mynd frá 1996 sem Jan de Bont leikstýrði. Myndin fylgir „óveðursveiðimönnum“ sem rannsaka hvirfilbylji eða skýstróka í Oklahoma. Það kemur því eflaust einhverjum á óvart að Lee Isaac Chung hafi fyrir þessa spennuþrungnu og mjög svo bandarísku hamfaramynd, leikstýrt hægu og fagurfræðilegu myndinni Minari. Sú mynd segir frá kóreskri fjölskyldu á níunda áratug 20. aldar sem flytur til Arkansas til að hefja nýtt líf. Minari var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og hlaut tvenn, önnur fyrir handrit og hin fyrir leikstjórn.

Myndin Skýstrókar á líklega ekki eftir

...