Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari koma fram á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 6. ágúst kl. 20.30. Samstarf þeirra hófst „vegna sameiginlegs dálætis þeirra á tónverkinu…
Samspil Svanur og Þórdís Gerður.
Samspil Svanur og Þórdís Gerður.

Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari koma fram á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 6. ágúst kl. 20.30. Samstarf þeirra hófst „vegna sameiginlegs dálætis þeirra á tónverkinu Tristia fyrir selló og gítar eftir tónskáldið og sellóleikarann Hafliða Hallgrímsson. Tristia er svíta í sjö stuttum þáttum og er innblásin af minningum úr barnæsku Hafliða á Íslandi, en hann hefur um árabil verið búsettur í Bretlandi. Þetta verk Hafliða varð innblástur fyrir hljóðfæraleikarana að halda áfram samspili og á þessum tónleikum verða einnig flutt verk eftir brasilíska tónskáldið Radamés Gnattali auk hinna sívinsælu spænsku sönglaga í útsetningu Manuel de Falla,“ segir í tilkynningu frá tónleikastað.