Útivistin Helsta áhugamálið er útivist og samvera með skemmtilegu fólki. Hér eru þær Ragnhildur í göngu með góðum hópi í Jökulfjörðum í sumar.
Útivistin Helsta áhugamálið er útivist og samvera með skemmtilegu fólki. Hér eru þær Ragnhildur í göngu með góðum hópi í Jökulfjörðum í sumar.

Hanna Katrín Friðriksson fæddist í París í Frakklandi 4. ágúst 1964. Þegar hún var tæplega tveggja ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur, fyrst í Álfheimana en þegar hún var sex ára flutti fjölskyldan í fallegt hús í Neðra-Breiðholti sem foreldrar hennar höfðu byggt.

„Ég dvaldi aldrei í íslenskri sveit á sumrin sem barn en fór þess í stað oft til Danmerkur á æskuslóðir föður míns. Honum hafði mamma kynnst þegar hún var í námi í Kaupmannahöfn og þau bjuggu saman á pensjónati þar eftir að hann flutti eftir menntaskóla til borgarinnar frá Faaborg á Fjóni þar sem hann ólst upp.“

Mikil handboltakona

Hanna Katrín gekk í Breiðholtsskóla, síðan Hólabrekkuskóla og fór eftir grunnskólann í Menntaskólann í Reykjavík. Hún var mikil íþróttastelpa og lék handbolta með ÍR fram undir tvítugt og eftir það með Val

...