Tveir menn brutust inn í Ráðhús Reykjavíkur fyrr í vikunni í gegnum bílastæðakjallara hússins. Kjallarinn opnar sjálfkrafa klukkan 6.45 á morgnana og voru mennirnir mættir aðeins fimm mínútum seinna
Innbrot Brutu glerhurð inn að skrifstofum borgarstjórnar.
Innbrot Brutu glerhurð inn að skrifstofum borgarstjórnar. — Morgunblaðið/Hákon

Drífa Lýðsdóttir

drifa@mbl.is

Tveir menn brutust inn í Ráðhús Reykjavíkur fyrr í vikunni í gegnum bílastæðakjallara hússins. Kjallarinn opnar sjálfkrafa klukkan 6.45 á morgnana og voru mennirnir mættir aðeins fimm mínútum seinna.

Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Þá staðfestir lögreglan í samtali við blaðið að búið sé að bera kennsl á mennina og að málið sé í rannsókn.

Virðist sem engu hafi verið stolið

Mennirnir brutu einnig glerhurð á norðurhlið Ráðhússins.

Í fyrstu komust þeir ekki inn í nein herbergi nema salerni og mötuneyti. Annar þeirra fór

...