Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Grettir Rúnarsson, framkvæmdastjóri Heklubyggðar, segir áformað að hefja framkvæmdir við Skíðaskálann í Hveradölum þegar breytingar á deiliskipulagi hafa verið samþykktar.

Fjallað var um áformin í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag en Grettir vinnur að þessu verkefni ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Ástu Guðmundsdóttur, og fjölskyldu.

Til stendur að bjóða upp á margvíslega afþreyingu á svæðinu, þar með talið skíðabrekkur, hlaupa- og hjólaleiðir og heilsulind með leirböðum.

Þurfti ekki í umhverfismat

„Deiliskipulagið var samþykkt í fyrrahaust að undangengnu umhverfismati. Eftir að deiliskipulagið var samþykkt ákváðum við

...