Hákon Þór Svavarsson varð í gær annar Íslendinga til að keppa í leirdúfuskotfimi með haglabyssu á Ólympíuleikum og sá fyrsti frá því Alfreð Karl Alfreðsson hafnaði í 47. sæti í greininni á leikunum í Sydney árið 2000
Skytta Hákon Þór Svavarsson mundar haglabyssuna í leirdúfuskotfiminni þar sem þrjár umferðir fóru fram í gær.
Skytta Hákon Þór Svavarsson mundar haglabyssuna í leirdúfuskotfiminni þar sem þrjár umferðir fóru fram í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í Châteauroux

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Hákon Þór Svavarsson varð í gær annar Íslendinga til að keppa í leirdúfuskotfimi með haglabyssu á Ólympíuleikum og sá fyrsti frá því Alfreð Karl Alfreðsson hafnaði í 47. sæti í greininni á leikunum í Sydney árið 2000.

Hákon hóf keppni á fyrri degi í undankeppninni í Châteauroux í Frakklandi, en skotkeppnin fer fram í borginni, sem er 270 kílómetra suður af París.

Hákon tók þátt í þremur umferðum af fimm í undankeppninni í gær og komst vel frá sínu. Tvær síðustu umferðirnar fara fram í dag. Hákon hitti úr 69 skotum og klikkaði á sex, sem dugði honum upp í 22. sæti fyrir seinni daginn í dag.

Þess má geta að Alfreð

...