Fangar, sem sleppt var úr haldi á fimmtudag í umfangsmestu fangaskiptum Rússa og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins, fengu hlýjar mótttökur þegar þeir komu á áfangastaði eftir skiptin. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kamala Harris varaforseti…
Fagnað Kamala Harris og Joe Biden taka á móti Evan Gershkovich.
Fagnað Kamala Harris og Joe Biden taka á móti Evan Gershkovich. — AFP/Roberto Schmidt

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Fangar, sem sleppt var úr haldi á fimmtudag í umfangsmestu fangaskiptum Rússa og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins, fengu hlýjar mótttökur þegar þeir komu á áfangastaði eftir skiptin. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kamala Harris varaforseti tóku á móti fólkinu á Andrews-herflugvellinum nálægt Washington, Vladimír Pútín Rússlandsforseti var mættur á Vnukovo-flugvelli í Moskvu þegar flugvél með Rússa, sem sleppt var, lenti þar og Olaf Scholz kanslari Þýskalands var á alþjóðaflugvellinum í Bonn þegar flugvél lenti þar með fólk sem setið hafði í rússneskum fangelsum.

Fangaskiptin sjálf gengu hratt og vel fyrir sig en aðdragandi þeirra var langur og flókinn og samningaviðræðurnar kröfðust þolinmæði og skapandi hugsunar en að lokum náðu

...