Uppbygging samgöngukerfisins um allt land verður að vera í forgangi á næstu árum, ef ekki þá blasir við algjört öngþveiti.
Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Það er ekki ofsögum sagt að innviðir samgangna séu í miklum ólestri. Ellefu banaslys það sem af er þessu ári segja sína sögu. Tafir á mikilvægum framkvæmdum eru óásættanlegar og öryggi okkar allra er ógnað.

Það er á ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis að bregðast við þessu ástandi og verkefnið þolir enga bið. Einhver arðsamasta fjárfesting samfélagsins er fjárfesting í samgönguinnviðum. Tíma- og orkusparnaður er augljós ávinningur fyrir alla í umferðinni. Kostnaður samfélagsins vegna hárrar slysatíðni er óásættanlegur. Því verður ekki mætt nema með skilvirkara og betra vegakerfi. Uppbygging samgöngukerfisins um allt land verður að vera í forgangi á næstu árum, ef ekki þá blasir við algjört öngþveiti.

En hvað er til ráða þegar svigrúm ríkissjóðs er ekki mikið til stórátaka? Útgjöld

...