Þjónustumiðstöðin Laufey var opnuð í gær á þjóðvegi 1 á horni Landeyjahafnarafleggjarans. Að þjónustumiðstöðinni standa feðgarnir Halldór Pálsson og Davíð Halldórsson, ásamt ríflega 30 öðrum. Segir Halldór í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin…
Feðgar Davíð Halldórsson og Halldór Pálsson við opnunina í gær.
Feðgar Davíð Halldórsson og Halldór Pálsson við opnunina í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Þjónustumiðstöðin Laufey var opnuð í gær á þjóðvegi 1 á horni Landeyjahafnarafleggjarans.

Að þjónustumiðstöðinni standa feðgarnir Halldór Pálsson og Davíð Halldórsson, ásamt ríflega 30 öðrum. Segir Halldór í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi komið til þeirra feðga fyrir um átta árum og hafi þeir alltaf vitað að verkefnið myndi nást og þjónustumiðstöðin yrði byggð.

Hugmyndin hefur þó þróast töluvert á þeim átta árum.

Býður upp á ýmsa þjónustu

Segir Halldór að eiginkona hans hafi ekki verið mikill aðdáandi almenningssalerna víða um land og ákváðu þeir feðgar því að setja upp almennilega salernisþjónustu um land

...