Breytingar á útlendingamálum þola enga bið

Í viðtali Dagmála Morgunblaðsins við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra ítrekaði hún vilja sinn til að herða á lögum um útlendingamál og nefndi dæmi þar um. Guðrún rifjaði upp að í tíð forvera hennar, Jóns Gunnarssonar, í fyrra, hefði útlendingalöggjöfin verið hert og hið sama hefði verið upp á teningnum að hennar frumkvæði nú í sumar.

Sú breyting hafi verið nauðsynleg en málaflokkurinn sé síkvikur og sífellt þurfi að endurskoða löggjöfina vegna breyttra aðstæðna. „Eitt af því er til dæmis að við sjáum núna að það er brotalöm í löggjöfinni varðandi einstaklinga sem hér hafa fengið vernd, í íslensku samfélagi, og verða sekir um alvarlega glæpi. Við sjáum það að löndin í kringum okkur eru með löggjöf þannig að það sé hægt að afturkalla þá vernd og ég hef talað mjög fyrir því að ég vil samræma löggjöfina okkar löndunum í kringum okkur og þá sérstaklega Norðurlöndunum. Í þeim löndum

...