— Ljósmynd/Fjallafélagið

„Þetta er flott fyrir fólk sem vill komast yfir lofthræðslu,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, einn forsprakka Fjallafélagsins, um nýjan járnstíg sem félagið hefur sett upp í Esjunni.

Stígurinn mun ekki opna formlega fyrr en 31. ágúst en gönguhópur var fenginn til að prófa stíginn í gær.

Myndir sem mbl.is fékk senda frá Haraldi sýna vel stíginn og þá ótrúlegu leið sem hann býður upp á.

Segir Haraldur að viðbrögð hópsins í gær við stígnum hafi verið ótrúlega jákvæð.

„Fólk var gjörsamlega í skýjunum.“

Nefnir hann að hægt sé að taka mismunandi leiðir sem hjálpi þá þeim sem glími við vott af lofthræðslu.

...