Hátíðin Ein með öllu á Akureyri heppnaðist mjög vel, allt fór eftir áætlun og óhöpp voru fátíð. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, frá Vinum Akureyrar, sem sjá um hátíðarhöldin, í samtali við Morgunblaðið í gær
Blys Öllu var til tjaldað á sunnudagskvöldið og efnt til tónleika og flugeldasýningar. Að flugeldasýningu lokinni var kveikt á blysum á Pollinum.
Blys Öllu var til tjaldað á sunnudagskvöldið og efnt til tónleika og flugeldasýningar. Að flugeldasýningu lokinni var kveikt á blysum á Pollinum. — Morgunblaðið/Þorgeir

Drífa Lýðsdóttir

drifa@mbl.is

Hátíðin Ein með öllu á Akureyri heppnaðist mjög vel, allt fór eftir áætlun og óhöpp voru fátíð. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, frá Vinum Akureyrar, sem sjá um hátíðarhöldin, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Við erum bara alveg í skýjunum hérna, þetta var frábært,“ segir Davíð. Veðrið lék aldeilis við gesti hátíðarinnar og segir Davíð ekki dropa hafa fallið úr lofti og var fimmtán til tuttugu stiga hiti alla helgina

...