Jón Einar Clausen fæddist 28. desember 1951. Hann lést 9. júlí 2024.

Útförin fór fram 29. júlí 2024.

Elsku Jón.

Eftir erfiða baráttu ert þú núna búinn að kveðja okkur og kominn til pabba, eða því vil ég allavegana trúa. Ég ólst upp við að geta alltaf komið til ykkar Systu frænku, það var eins og mitt annað heimili. Systa alltaf tilbúin að baka skúffuköku, og ég auðvitað sleikja skálina og þú borða mest af kökunni. Þú sast oftast í stofunni á Hólagötunni í Sandgerði og spilaðir og söngst. Þú spilaðir bæði þín eigin lög og líka oft Bubbalög á kassagítar. Ég gat setið tímum saman og hlustað á þig, þetta gaf mér alltaf svo góða hugarró. Enn þann dag í dag hlýnar mér um hjartarætur við þá minningu þegar þú varst að spila og syngja. Mér hefur því miður ekki tekist að fá gítaráhugann yfir á börnin mín, enda

...