Innipúkinn Páll Óskar og Skrattar fóru á kostum á Innipúkanum í ár.
Innipúkinn Páll Óskar og Skrattar fóru á kostum á Innipúkanum í ár. — Ljósmynd/Brynjar Snær

Í miðborg Reykjavíkur var tónlistarhátíðin Innipúkinn haldin í hlýjunni innandyra eins og hefð er fyrir. Hátíðin fór fram á tveimur sviðum í Gamla bíói og á Röntgen og er talið að um þúsund manns hafi mætt hvern dag.

„Það var gríðarlega góð stemning, eiginlega bara aldrei betri. Allt tónlistarfólkið var glatt og ánægt með gesti. Rigningin í gær skipti okkur engu máli þar sem tónleikarnir voru bara inni og voru allir bara í miklu stuði,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson skipuleggjandi Innipúkans.

Hátíðardagskráin var af dýrari gerðinni en tónlistafólk á borð við Unu Torfa, Pál Óskar, Hipsumhamps, Hatara og Vök skemmtu fyrir gestum langt fram á kvöld.

Stuð í Neskaupstað

María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs Neskaupstaðar, segir

...