Þjóðhagslegt gildi almennrar menntunar verður seint ofmetið. Við verðum því að gera ráð fyrir að þeim gangi gott eitt til, sem þar stjórna ferð
Meyvant Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson

Hólmfríður María og ritstjórn Morgunblaðsins eiga þakkir skildar fyrir vandaða umfjöllun undanfarið um raunir íslenska skólakerfisins. Brennipunktur þeirrar umræðu hefur verið spurningin um mælanleg markmið og samræmt mat á námsárangri eða ekki.

Hrakfarir íslensks skólakerfis eiga sér að vísu margþættar rætur og umræðan aldrei laus við ógöngurök á borð við þau sem greina mátti í tali formanns Skólastjórafélags Íslands á Sprengisandi 28. júlí síðastliðinn. Formaðurinn klifaði á því að við þyrftum að treysta sérfræðingum skólanna í einu og öllu; þeir væru best til þess fallnir að leggja mat á námslega stöðu og árangur nemenda. Í lok þáttar benti hann hins vegar á að illa tækist að manna skóla með menntuðu starfsfólki og það ástand færi versnandi. Með öðrum orðum: Hlutfall ófagmenntaðra starfsmanna skóla fer vaxandi á sama tíma og

...