Mikla útbreiðslu sílamáfs verður að rekja til sóðaskapar af ýmsu tagi sem lengi hefur verið plagsiður á Íslandi
Flórgoði Sílamáfar höfðu gert mikinn óskunda á varpstöðvum flórgoðanna.
Flórgoði Sílamáfar höfðu gert mikinn óskunda á varpstöðvum flórgoðanna.

Guðjón Jensson

Eitt af allra skemmtilegustu áhugamálum mínum er að fylgjast með fuglum og fuglalífi. Kannski hápunkturinn hafi verið á þeirri iðju minni að rita grein í Fugla, tímarit Fuglaverndar, um Günter Timmermann sem var þýskur konsúll hér á landi á árunum 1934-1939. Hann var mikill náttúrufræðingur með sérstaka áherslu á rannsóknir á líferni fugla í náttúru landsins. Birtist þessi grein í Fuglum 2015 og endurbirt nokkru síðar í Heima er best.

Fuglaskoðun getur vart talist kostnaðarsöm, einungis þarf að kaupa sér hentugan sjónauka og góða handbók um fugla sem gott er að hafa að jafnaði meðferðis. Það er unnt að dvelja klukkustundum saman í góðu veðri í náttúru landsins og fylgjast með fuglunum í góðri fjarlægð.

Nú fyrr í sumar átti ég leið um Rauðavatn þar sem við hjónin höfðum tekið eftir

...