Mótmælendur Þúsundir mótmælenda brutust inn á heimili Sheikh Hasina í gær og fögnuðu afsögn hennar. Í kjölfari flúði Hasina til Indlands.
Mótmælendur Þúsundir mótmælenda brutust inn á heimili Sheikh Hasina í gær og fögnuðu afsögn hennar. Í kjölfari flúði Hasina til Indlands. — AFP

Forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, sagði af sér embætti í gær og flúði til Indlands í kjölfar mikillar ólgu sem hefur geisað í landinu síðustu vikur.

Þúsundir mótmælenda brutust inn á heimili ráðherrans til að fagna tíðindunum. Fjöldi skemmdarverka var framinn á eignum hennar sem og á þinghúsinu í Bangladess.

Í kjölfar afsagnar Hasina tilkynnti hershöfðingi Bangladess, Waker-Uz-Zaman, að herinn ætlaði sér að mynda bráðabirgðastjórn.

Enginn gegnt embættinu lengur en Hasina

Hasina var áður forsætisráðherra í Bangladess frá 1996 til 2001 og svo aftur frá árinu 2009 þar til hún sagði af sér í gær. Hefur enginn annar gegnt embætti forsætisráðherra landsins lengur en hún.

„Ég er svo glaður að búið er að frelsa landið

...