Áhrif Eldgosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki síst börnin.
Áhrif Eldgosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki síst börnin. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Eitt af hverjum fjórum börnum sem þurftu að flýja Heimaey árið 1973 lentu í einelti af því þau voru frá Eyjum, en þetta er ein af niðurstöðum rannsóknar sem Kristín Eva Sveinsdóttir gerði á langtímaáhrif eldgossins á þau sem voru börn þegar gosið hófst.

Kristín segir í samtali við Morgunblaðið að mikilvægt sé að huga að líðan þeirra barna sem upplifa hamfarir eins og þessar. Það geti skipt sköpum fyrir framtíð þeirra. » 6