Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fylgist hér með tveimur F-16-orrustuþotum á flugi á sunnudaginn, en þá var sérstakur hátíðisdagur úkraínska flughersins haldinn hátíðlegur. Nýtti Selenskí tækifærið til þess að tilkynna formlega að F-16-þoturnar…
— AFP/Forsetaembætti Úkraínu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fylgist hér með tveimur F-16-orrustuþotum á flugi á sunnudaginn, en þá var sérstakur hátíðisdagur úkraínska flughersins haldinn hátíðlegur.

Nýtti Selenskí tækifærið til þess að tilkynna formlega að F-16-þoturnar væru komnar til landsins, en áður höfðu óstaðfestar fregnir borist um að slíkar þotur hefðu sést á flugi yfir hinum ýmsu borgum Úkraínu. Þoturnar geta gegnt ýmsum hlutverkum, en þeirra helsta verkefni verður að reyna að skjóta niður rússneskar herflugvélar sem taka þátt í innrás Rússa.

„Við höfum oft heyrt orðið „ómögulegt“. Nú er það orðið að raunveruleika,“ sagði Selenskí meðal annars við athöfnina, en Úkraínumenn hafa sótt það fast í nærri tvö ár að fá þoturnar til þess að stemma stigu við innrásinni.