Keir Starmer, hinn nýi forsætisráðherra Breta, glímir nú við fyrstu krísu stjórnartíðar sinnar, en óeirðir hafa nú skekið Bretland í um viku. Starmer tilkynnti í gær að tekið yrði á óeirðaseggjunum af fullri hörku breska dómskerfisins
Óeirðir Breska lögreglan hefur haft í miklu að snúast síðustu viku.
Óeirðir Breska lögreglan hefur haft í miklu að snúast síðustu viku.

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Keir Starmer, hinn nýi forsætisráðherra Breta, glímir nú við fyrstu krísu stjórnartíðar sinnar, en óeirðir hafa nú skekið Bretland í um viku. Starmer tilkynnti í gær að tekið yrði á óeirðaseggjunum af fullri hörku breska dómskerfisins. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið tæplega 380 manns vegna óeirðanna.

Starmer boðaði í gær til fundar í COBRA-ráðherranefndinni, sem kölluð er saman þegar alvarleg mál steðja að þjóðaröryggi Breta og tilkynnti hann eftir fund nefndarinnar að sérstök viðbragðssveit þjálfaðra lögreglumanna myndi nú aðstoða lögregluna á hverjum stað við að kveða niður mótmæli. Þá yrði reynt að hafa hraðar hendur við að koma lögum yfir óeirðaseggina. » 14