Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar segir að hátíðin hafi heppnast mjög vel í ár. Hátíðin fagnaði í ár 150 ára afmæli og var því lagður sérstakur metnaður í tónlistaratriði og gamlar hefðir voru endurvaktar með tilheyrandi pompi og prakti
Þjóðhátíð Gengið frá í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð. Hátíðin heppnaðist vel og vel var mætt á hana þrátt fyrir að um helgina hafi verið smá rigning og rok.
Þjóðhátíð Gengið frá í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð. Hátíðin heppnaðist vel og vel var mætt á hana þrátt fyrir að um helgina hafi verið smá rigning og rok. — Morgunblaðið/Óskar Pétur

Guðrún S. Arnalds

gsa@mbl.is

Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar segir að hátíðin hafi heppnast mjög vel í ár. Hátíðin fagnaði í ár 150 ára afmæli og var því lagður sérstakur metnaður í tónlistaratriði og gamlar hefðir voru endurvaktar með tilheyrandi pompi og prakti.

„Þetta gekk ótrúlega vel fyrir sig þrátt fyrir margar áskoranir í veðrinu, en við tækluðum það að mínu mati bara mjög vel. Það virðist vera að allt hafi bara farið vel fram, dagskráin

...