Á meðan Íran breytir ekki um stefnu er lítil von um frið

Nýr forseti Íran, Masoud Pezeshkian, sem gjarnan hefur verið álitinn „umbótasinnaður“, var settur í embætti í liðinni viku og hóf „umbæturnar“ með því að segja að Íran muni „halda áfram að styðja andspyrnuöxulinn af enn meiri þrótti en fyrr“. Andspyrnuöxullinn eru hryðjuverkasamtök á borð við Hamas, Hesbollah og Húta, auk Írans sjálfs, sem er helsti stuðningsaðili þessara hryðjuverkasamtaka og fleiri slíkra, og rót flestra illvirkja og stríðsátaka í Mið-Austurlöndum í seinni tíð.

Andspyrnan sem þessi hryðjuverkasamtök og -ríki vísa til er barátta þeirra gegn tilvist Ísraelsríkis. Eitt dæmið um þessa baráttu er árásin á óbreytta borgara í Ísrael fyrir tíu mánuðum, þar sem á annað þúsund féllu fyrir hendi óðra morðingja sem frömdu verknað sem venjulegt fólk vill ekki einu sinni leiða hugann að og allt sómakært fólk fordæmir harðlega og

...