Ólympíuleikarnir í París standa sem hæst um þessar mundir. Við erum stolt af okkar íslensku þátttakendum, sem hafa staðið sig afar vel og náð takmarki sínu sem íþróttafólk. Tvennt er mér sérstaklega hugleikið í tengslum við leikana: annars vegar…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Ólympíuleikarnir í París standa sem hæst um þessar mundir. Við erum stolt af okkar íslensku þátttakendum, sem hafa staðið sig afar vel og náð takmarki sínu sem íþróttafólk. Tvennt er mér sérstaklega hugleikið í tengslum við leikana: annars vegar frammistaða og viðtal við sundkappann Anton Svein Mckee, og hins vegar bandaríska fimleikakonan Simone Biles.

Anton Sveinn McKee komst áfram í undanúrslit í 200 metra bringusundi og synti á 2:10,36 sem var níundi besti tíminn í undanrásunum. Hann náði hins vegar ekki að komast í úrslit og hafnaði í 15. sæti. Þetta er einkar góður árangur hjá íþróttamanninum sem hefur æft þrotlaust síðustu ár. Viðtalið sem var tekið við hann hjá RÚV fangaði athygli mína, og sérstaklega þá skilaboðin hans til allra sem vilja láta drauma sína rætast. Anton talaði um mikilvægi þess að gefast aldrei upp, sama hversu erfiðar aðstæður geta verið. Hann minnti á að árangur næst ekki á

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir