Bandaríska sundkonan Katie Ledecky gerði sér lítið fyrir og vann til síns níunda ólympíugulls á ferlinum og jafnaði um leið met þegar hún kom fyrst að bakkanum í 800 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París á laugardag. Aðeins ein önnur kona í sögunni hefur unnið níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en það var sovéska fimleikakonan Larisa Latynina á árunum 1956 og 1960. Alls hefur Ledecky, sem er 27 ára, unnið til 14 verðlaunapeninga á Ólympíuleikum og sagði við fréttamenn eftir sigurinn að hún gæti allt eins hugsað sér að taka þátt á leikunum í Los Angeles eftir fjögur ár.

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gulltrygði 3:1-sigur OH Leuven á Genk í belgísku A-deildinni á laugardag. Jón Dagur kom inn á sem varamaður á 67. mínútu og skoraði þriðja mark Leuven á 83. mínútu.

...