Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari lést á líknardeild á Landakotsspítala laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn.

Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar múrarameistara og Guðrúnar Magnúsdóttur húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn.

Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu.

Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964.

Ólafur

...