Líðandi sumar þar sem rigning hefur verið víða um land svo dögum og jafnvel vikum skiptir er um margt hliðstæða þess sem gerðist árið 2018. Þá voru langvarandi rigningar út júlímánuð sunnanlands og vestan, en tíðarfar síðan miklu betra þegar komið var fram í ágúst
Veðrátta Ferðamenn við öllu búnir í votviðri austur við Vatnajökul.
Veðrátta Ferðamenn við öllu búnir í votviðri austur við Vatnajökul. — Morgunblaðið/Eyþór

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Líðandi sumar þar sem rigning hefur verið víða um land svo dögum og jafnvel vikum skiptir er um margt hliðstæða þess sem gerðist árið 2018. Þá voru langvarandi rigningar út júlímánuð sunnanlands og vestan, en tíðarfar síðan miklu betra þegar komið var fram í ágúst. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

„Í hinu stóra samhengi sagt og litið yfir langan tíma hafa flest sumur á Íslandi síðustu áratugina bæði verið sólrík og góð,“ tiltekur Einar.

Einhverjir muna sjálfsagt enn þá eða hafa lesið um óþurrkasumrin 1983 og 1984. Fyrra árið var rigning, dumbungur og kuldi nánast allt sumarið. Sama var uppi á teningnum mjög víða á landinu árið eftir, nema hvað þá var um lengri tíma ágætt veður á Norður-

...