Eitt af hverjum fjórum börnum sem þurftu að flýja Heimaey árið 1973 lentu í einelti af því þau voru frá Vestmannaeyjum. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum rannsóknar Kristínar Evu Sveinsdóttur þar sem hún rannsakaði langtímaáhrif þess að hafa verið…
Hamfarir Gosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki síst börn sem glíma enn við afleiðingarnar í dag, en tæp 70 prósent gera það.
Hamfarir Gosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki síst börn sem glíma enn við afleiðingarnar í dag, en tæp 70 prósent gera það. — Morgunblaðið/Ól.K.M.

Drífa Lýðsdóttir

drifa@mbl.is

Eitt af hverjum fjórum börnum sem þurftu að flýja Heimaey árið 1973 lentu í einelti af því þau voru frá Vestmannaeyjum. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum rannsóknar Kristínar Evu Sveinsdóttur þar sem hún rannsakaði langtímaáhrif þess að hafa verið barn í Vestmannaeyjum þegar gaus í Heimaey árið 1973.

Kristín skrifaði meistararitgerð sína af félagsvísindasviði sem ber heitið „Allir í bátana!“ Langtímaáhrif eldgossins í Heimaey árið 1973 á þau sem upplifðu hamfarirnar sem börn.“ Þátttakendurnir voru á aldrinum

...