„Ég bara fagna umræðunni, að þessi færsla hafi verið birt, en það hefði verið hægt að gera það með já­kvæðari tón,“ seg­ir Hlyn­ur Ein­ars­son, íbúi í stúd­enta­görðunum Sögu. Teit­ur Atla­son, íbúi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur, birti færslu á…
Drasl Rusl á víð og dreif við stúdentgarðana þar sem Hótel Saga var áður.
Drasl Rusl á víð og dreif við stúdentgarðana þar sem Hótel Saga var áður. — Ljósmynd/Aðsend

„Ég bara fagna umræðunni, að þessi færsla hafi verið birt, en það hefði verið hægt að gera það með já­kvæðari tón,“ seg­ir Hlyn­ur Ein­ars­son, íbúi í stúd­enta­görðunum Sögu. Teit­ur Atla­son, íbúi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur, birti færslu á Face­book-hópi Vest­ur­bæinga um að sorp væri á víð og dreif á af­girtu svæði fyr­ir utan stúd­entag­arðana. Gagn­rýndi hann um­gengni íbúa Sögu.

Hlyn­ur lýs­ir því í sam­tali við Morgunblaðið að hon­um hafi fund­ist hann knú­inn til að mót­mæla al­hæf­ing­um Teits um að allir stúdentar séu sóðar. Hann hafi viljað verja stúdenta og koma því á fram­færi að sóðaskap­ur­inn væri ekki þeim að kenna.

„Þetta er í um­sjá Reykja­vík­ur­borg­ar og þau eru bara ekki að koma nógu oft, sem nátt­úru­lega veld­ur mikl­um sóðaskap,“ seg­ir hann og nefnir að íbúarnir hafi borið málið und­ir Fé­lags­stofn­un stúd­enta en fengið þau svör að FS ann­ist þrif í kring­um svæðið en Reykja­vík­ur­borg hirði sorp.

...