Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því á laugardagsmorgun að hnífstungumál hefði komið upp á þriðja tímanum um nóttina. Einn aðili var fluttur til aðhlynningar en hann var ekki talinn í lífshættu. Þá voru aðilar í haldi lögreglunnar vegna málsins. Var helgin að öðru leyti með rólegra móti fyrir norðan.

Sömu sögu var að segja úr Vestmannaeyjum, en Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri sagði í samtali við mbl.is í gær að helgin hefði verið með rólegasta móti, og engin stór mál væru á hans borði eftir helgina.