Eldgos Vænta má eldgoss á Sundhnúkagígaröðinni von bráðar.
Eldgos Vænta má eldgoss á Sundhnúkagígaröðinni von bráðar. — Morgunblaðið/Eggert

Staðan á Reykjanesinu er svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga og það styttist í annað gos. Þetta segir Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

„Það er ekki hægt að vera alveg 100 prósent viss um það en þróunin er þannig að þetta lítur út eins og hefur gert fyrir fyrri gos. Hvort það komi eftir nokkra daga eða vikur er ómögulegt að segja,“ segir Magnús, spurður hvort það sé bókað mál að við megum vænta goss á næstu dögum.

Hann telur það langlíklegast að gosið yrði með svipuðu sniði og síðustu gos og að það gjósi á sama stað.

„Þarna er bergið brotið og leiðin upp greiðust,“ bætir hann við.

Magnús segir að ekki sé hægt að útiloka það að sprungan teygi sig nær Grindavík, en á sama tíma er ekkert sem segir að hún muni gera það. „Kvikan hefur ekki tilhneigingu til að fara mikið lengra suður en við getum ekki gefið okkur neitt í þessu,“ bætir hann

...