Jón Jens Kristjánsson hittir naglann á höfuðið í þessari ljómandi limru:

Í vætunni óðu þau elgi

og enduðu niður í svelgi

fólkið á Vogi,

vínsalinn Bogi

og Verslunarmanna-Helgi.

Ekki kemst maður mikið nær himnaríki í lifanda lífi en þegar riðið er fjörur á Mýrunum í góðra vina hópi. Í vel heppnaðri sumarferð var áð í Leirulæk og bar þá fyrir augu tignarlegt minnismerki um Vigfús Jónsson, sem betur var þekktur sem Leirulækjar-Fúsi. Hann var greindur og fróður vel, með betri skáldum á sinni tíð, en gat verið hrekkjóttur. Þursaflokkurinn gerði þennan brúðkaupsbrag þjóðkunnan:

Brúðhjónabolli

berst að höndum mér,

í tískunni ég tolli

og tala svosem ber.

...