Fyrir flesta Íslendinga var síðastliðinn mánudagur annaðhvort síðasti frídagurinn á langri helgi eða ferðadagur fyrir þá sem höfðu brugðið sér af bæ yfir verslunarmannahelgina. Veðrið var eins og við höfum átt að venjast í sumar, rigning og…
Það var, eðlilega, þungt yfir miðlurum vestanhafs á mánudaginn.
Það var, eðlilega, þungt yfir miðlurum vestanhafs á mánudaginn. — AFP/Michael M. Santiago

Fyrir flesta Íslendinga var síðastliðinn mánudagur annaðhvort síðasti frídagurinn á langri helgi eða ferðadagur fyrir þá sem höfðu brugðið sér af bæ yfir verslunarmannahelgina. Veðrið var eins og við höfum átt að venjast í sumar, rigning og smávægilegt rok, en hér skal þó látið ósagt um ástand þeirra sem voru á ferðinni þann daginn.

Það er þó hægt að segja að það hafi ríkt timburmenni á erlendum mörkuðum, sem ólíkt þeim íslenska voru opnir á mánudag. Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu strax við opnun markaða þar, og í kjölfarið fylgdu markaðir í Evrópu og í Bandaríkjunum. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 12,4% og hefur ekki lækkað jafn skarpt á einum degi frá 1987. Lækkunin á mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum var þó ekki jafn skörp.

Það versta er að þessi timburmenni alþjóðamarkaða komu ekki í kjölfarið á góðum gleðskap, eins og timburmönnum er þó gjarnt að

...