Öruggt Devin Booker, hér í baráttu við Gui Santos, skoraði 18 stig í gær.
Öruggt Devin Booker, hér í baráttu við Gui Santos, skoraði 18 stig í gær. — AFP/Damien Meyer

Bandaríkin unnu öruggan sigur á Brasilíu, 122:87, í 8-liða úrslitum körfubolta karla á Ólympíuleikunum í París í gærkvöldi og mæta Serbíu í undanúrslitum. Devin Booker var með 18 stig fyrir Bandaríkin og Bruno Caboclo skoraði 30 fyrir Brasilíu.

Gestgjafar Frakklands höfðu betur gegn Kanada, 82:73, og mæta heimsmeisturum Þýskalands í undanúrslitum. Guerschon Yabusele skoraði 22 stig fyrir Frakkland en stigahæstur var Shai Gilgeous-Alexander með 27 stig fyrir Kanada.

Serbía lagði Ástralíu að velli, 95:90, eftir framlengdan spennuleik. Nikola Jokic fór mikinn í liði Serbíu er hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Patty Mills var stigahæstur með 26 stig fyrir Ástralíu og Josh Giddey bætti við 25.

Þýskaland vann Grikkland nokkuð þægilega,

...