Á meðan rúm 40 prósent þjóðarinnar horfa á Ólympíuleikana í París hefur undirrituð haft lítinn áhuga á því og frekar flokkað sig með hinum tæpum 60 prósentunum sem velja að horfa á eitthvað annað. Það sem einna helst hefur orðið fyrir valinu…
Gull Ég á ekkert minna skilið en Duplantis.
Gull Ég á ekkert minna skilið en Duplantis. — AFP/Kirill Kudryavtsev

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Á meðan rúm 40 prósent þjóðarinnar horfa á Ólympíuleikana í París hefur undirrituð haft lítinn áhuga á því og frekar flokkað sig með hinum tæpum 60 prósentunum sem velja að horfa á eitthvað annað.

Það sem einna helst hefur orðið fyrir valinu undanfarna daga eru kvikmyndirnar sem byggja á bókunum um galdrastrákinn Harry Potter. Um það leyti sem sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis sló heimsmet á frídegi verslunarmanna, og stökk 6,25 metra, var ég um það bil að slá persónulegt met í áhorfi á Harry Potter.

Á einum degi náði ég að horfa á fimm myndir, sem allar eru í lengri kantinum af kvikmyndum að vera. Spændi ég mig í gegnum Eldbikarinn, Fönixregluna, Blendingsprinsinn og Dauðadjásnin (hluta eitt og tvö) frá því að ég ruslaði mér á lappir og þangað til ég fór að sofa. Reiknast mér til að það séu rúmar 12 klukkustundir. Við örstutta leit á netinu sé

...