30 ára Bjarney fæddist á sjúkrahúsinu á Akureyri og ólst upp á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit og segist vera mikil sveitastelpa. Hún gekk í Hrafnagilsskóla í Hrafnagilshverfi en eftir það fór hún í Verkmenntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi. Núna er hún í fæðingarorlofi en hún starfar við að keyra olíubíl hjá Olíudreifingu auk þess að vera bóndi á Halldórsstöðum. „Við maðurinn minn erum nýbúin að taka við búinu, og erum hér með 700 kindur og 15 hross.“

Helstu áhugamál Bjarneyjar fyrir utan bústörfin og aðra vinnu eru hestamennska og ferðalög innanlands.

Fjölskylda Unnusti Bjarneyjar er Ragnar Jónsson, bóndi og bifvélavirki, en hann rekur bifvélaverkstæði á bænum. Þau eiga

...