Umfangsmikilli leit, sem stóð yfir í tæpan sólarhring við Kerlingarfjöll að tveimur einstaklingum sem taldir voru hafa lokast inni í helli eða sprungu, var hætt á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að grunur kom upp að um falsboð hafi verið að ræða
Víðtæk leit Leitin við Kerlingarfjöll stóð yfir í tæpan sólarhring og komu 264 björgunarsveitarmenn frá Suður- og Norðurlandi að henni.
Víðtæk leit Leitin við Kerlingarfjöll stóð yfir í tæpan sólarhring og komu 264 björgunarsveitarmenn frá Suður- og Norðurlandi að henni. — Ljósmynd/Landsbjörg

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Umfangsmikilli leit, sem stóð yfir í tæpan sólarhring við Kerlingarfjöll að tveimur einstaklingum sem taldir voru hafa lokast inni í helli eða sprungu, var hætt á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að grunur kom upp að um falsboð hafi verið að ræða. Slíkur verknaður varðar við almenn hegningarlög.

Á mánudagskvöldið barst Neyðarlínunni stafræn tilkynning á ensku í netspjalli um að tveir væru fastir í helli á svæðinu og voru allar björgunarsveitir á

...