Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, útnefndi Tim Walz ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni sitt í gær í komandi forsetakosningum í nóvember. Harris hafði upprunalega í hyggju að tilkynna um…
Frambjóðendur Kamala Harris og Tim Walz komu saman fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gærkvöldi.
Frambjóðendur Kamala Harris og Tim Walz komu saman fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gærkvöldi. — AFP/Andrew Harnik

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, útnefndi Tim Walz ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni sitt í gær í komandi forsetakosningum í nóvember.

Harris hafði upprunalega í hyggju að tilkynna um varaforsetaefnið í SMS-skilaboðum til stuðningsfólks en þessar upplýsingar virðast hafa lekið til bandarískra fjölmiðla. Harris tilkynnti um ákvörðun sína Í færslu á samfélagsmiðlinum X og sagðist stolt af því að hafa valið Walz sem varaforsetaefni sitt. „Sem ríkisstjóri, þjálfari, kennari og fyrrum hermaður hefur hann unnið fyrir verkamannafjölskyldur eins og hans eigin. Það er frábært að fá hann í liðið,“ skrifaði hún.

Walz er sextugur og er nú á sínu öðru kjörtímabili sem ríkisstjóri en áður var hann þingmaður í 12 ár, starfaði í þjóðvarðliði landsins í 24 ár og kenndi í menntaskóla í Mankato í

...