Á undanförnum árum, einkum eftir heimsfaraldur, hefur innledum og erlendum greinendum reynst erfitt að spá fyrir verðbólgunni. Líkt og ViðskiptaMogginn tók saman í byrjun júní í fyrra vanspáðu greinendur verðbólgunni trekk í trekk. Á síðustu misserum hefur greinendum þó gengið betur og eru allir á einu máli að verðbólgan muni fara niður á næstunni. Það sé þó spurning hversu hratt það muni gerast.

Í júlí mældist ársverðbólgan 6,3% og hækkaði úr 5,8% frá fyrri mánuði. Sú mæling kom greinendum í opna skjöldu en júlí er sögulega fremur rólegur mánuður hvað varðar verðbólgu. Á árunum eftir heimsfaraldur hefur verðbólgan verið mikil. Hún toppaði í febrúar 2023 þegar ársverðbólga mældist 10,2% og hefur verið þrálát síðan en lækkað undanfarið.

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að svo virðist vera sem það sé bæði auðveldara og erfiðara

...