Elísabet Gunnarsdóttir fæddist á Keldum í Reykjavík 21. maí 1945. Hún lést á Landakotsspítala 28. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Kristín Bæringsdóttir, matráðskona á Keldum, f. 1914, d. 2006, og Gunnar J. Ólason, bústjóri á Keldum, f. 1903, d. 1973. Systur hennar eru: Þórunn, f. 1940, og Dagbjört, f. 1950. Sonur Þórunnar er Paul Griggs, f. 1960, kona hans er Carol Meriwether og dætur þeirra eru Catlin og Ásdís Griggs.

Fyrrverandi sambýlismenn Elísabetar voru Jón Gunnar Árnason myndlistarmaður og Harald G. Haraldsson leikari.

Elísabet ólst upp á Tilraunastöðinni á Keldum og síðan í Grafarholti í Reykjavík. Hún gekk í Laugarnesskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1965, BA-prófi í ensku og sögu og námi til kennsluréttinda frá HÍ 1969 og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð 1970-1971. Hún var síðan kennari

...