Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch upplýsti í vikubyrjun að hann hefði greinst með lungnaþembu. Þessu greinir AFP frá. „Já, ég er kominn með lungnaþembu eftir að hafa reykt árum saman,“ skrifar Lynch á samfélagsmiðlinum X og bætir við að…
Þáttaskil David Lynch á frumsýningu í Hollywood haustið 2019.
Þáttaskil David Lynch á frumsýningu í Hollywood haustið 2019. — AFP/Chris Delmas

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch upplýsti í vikubyrjun að hann hefði greinst með lungnaþembu. Þessu greinir AFP frá. „Já, ég er kominn með lungnaþembu eftir að hafa reykt árum saman,“ skrifar Lynch á samfélagsmiðlinum X og bætir við að hann hafi heilsu ­sinnar vegna hætt að reykja fyrir tveimur árum.

Lynch, sem er 78 ára og þekktastur fyrir sjónvarpsþættina Twin Peaks og kvikmyndir á borð við Mulholland Drive, Blue Velvet og The Elephant Man, ræðir greininguna ítarlega í septemberhefti breska tónlistartímaritsins Sight and Sound sem út kom í byrjun mánaðar. Þar lýsir hann því hvernig sjúkdómurinn hafi áhrif á hreyfanleika hans og setji honum verulegar skorður þegar kemur að vinnu. Hann áréttar að hann hafi engan áhuga á því að setjast í helgan stein, en tekur fram að

...