Gústaf Ásbjörnsson, sviðsstjóri hjá Landi og skógi, segir að þó nokkur umræða hafi verið hjá Landgræðslunni um að fara í framkvæmdir við Leirá þegar farvegur árinnar breyttist og vatn rann í ána Skálm
Tjón Jökulhlaupið olli miklu tjóni. Fylgdi hlaupið farvegi Leirár sem breyttist fyrir mörgum árum og varað hafði verið við að gæti haft mikil áhrif.
Tjón Jökulhlaupið olli miklu tjóni. Fylgdi hlaupið farvegi Leirár sem breyttist fyrir mörgum árum og varað hafði verið við að gæti haft mikil áhrif. — Morgunblaðið/Hákon

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Gústaf Ásbjörnsson, sviðsstjóri hjá Landi og skógi, segir að þó nokkur umræða hafi verið hjá Landgræðslunni um að fara í framkvæmdir við Leirá þegar farvegur árinnar breyttist og vatn rann í ána Skálm. Segir hann ekki hafa verið nægt fjármagn til að fara í framkvæmdir sem þurfti til að koma ánni í sinn gamla farveg.

Eftir að jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli í lok júlí, þar sem hlaupið fylgdi farvegi Leirár, hafa bændur í Álftaveri stigið fram og sagst hafa varað við að þetta gæti gerst í fleiri ár. Greint hefur verið frá að bændur og heimamenn vildu láta byggja mannvirki sem myndi færa ána í sinn gamla farveg og var það rætt við bæði Vegagerðina

...