Íslendingar þekkja innihald „fræðakistilsins“ af dapurlegri reynslu. Aukin ríkisumsvif, minna athafnafrelsi, hærri skattar og lakari lífskjör.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Sjálfstæðisflokkurinn er í mótvindi og það ekki í fyrsta skipti. Í pólitískum mótvindi reynir á forystu og kjörna fulltrúa en einnig á almenna flokksmenn sem bera uppi starfið um allt land. Andstreymi er prófraun fyrir pólitískan karakter stjórnmálamanna. Þeir geta hlaupist undan ábyrgð og varpað henni á aðra eða snúið bökum saman, yddað sameiginleg skilaboð og hugmyndafræðina sem á rætur í íslenskum jarðvegi. Frelsi, sjálfstæði og jöfn tækifæri. Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur burði og sögu til að vinna að fjárhagslegu sjálfstæði einstaklinganna sem borgaralegt samfélag hvílir á.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið samfleytt í ríkisstjórn frá árinu 2013. Árangurinn er augljós þó margir eigi erfitt með að viðurkenna það sem vel hefur verið gert. Skattar hafa verið lækkaðar, lífskjör hafa aldrei verið betri, tryggingakerfi

...