Leitin eftir tveimur ferðamönnum sem hófst á mánudagskvöldi við Kerlingarfjöll var frestað á sjöunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um að neyðarboð sem Neyðarlínunni bárust hafi verið falsboð. Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á…
Leit Fjölmargir tóku þátt í leit.
Leit Fjölmargir tóku þátt í leit. — Ljósmynd/Landsbjörg

Leitin eftir tveimur ferðamönnum sem hófst á mánudagskvöldi við Kerlingarfjöll var frestað á sjöunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um að neyðarboð sem Neyðarlínunni bárust hafi verið falsboð.

Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Morgunblaðið að slík boð varði við almenn hegningarlög.

Á mánudagskvöldið bárust Neyðarlínunni neyðarboð á netspjalli sínu á ensku. Þar kváðust tveir ferðamenn vera innlyksa í helli eftir grjóthrun í Kerlingarfjöllum. Í kjölfarið var hafin umfangsmikil leit á svæðinu sem bar engan árangur.

Ákveðið var að fresta leitinni þar sem grunur lék á að um falsboð hafi verið að ræða. Sveinn Rúnar segir að margt í tilkynningunni sem barst bendi til þess. Lögreglan mun rannsaka málið áfram. birta@mbl.is » 2