Stefanía Kolbrún hefur sinnt fjölmörgum félagsstörfum og stóð meðal annars nýlega að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði.
Stefanía Kolbrún hefur sinnt fjölmörgum félagsstörfum og stóð meðal annars nýlega að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði.

Stefanía Kolbrún er við það að ljúka störfum hjá Samtökum atvinnulífsins og mun nú í haust taka við starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hennar bíður því nokkur áskorun, en að öllu óbreyttu verður komandi þingvetur sá síðasti á þessu kjörtímabili.

Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir?

Ég mætti nýlega á fyrirlestur hjá Matt Ridley í boði Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Til umræðu var meðal annars uppruni SARS-CoV-2, viðbrögð yfirvalda við faraldrinum, stjórnmálin í Bretlandi og afleiðingar Brexit. Fyrirlesturinn, sem var eiginlega meira spjall, var áhugaverður og ögrandi á ákveðinn hátt. Þetta vakti mig til umhugsunar og undirstrikaði mikilvægi þess að vera ávallt tilbúinn til að spyrja spurninga og líta á heiminn með gagnrýnum augum.

...