„Hér er góður vettvangur þeirra sem þurfa að koma vörum sínum og framleiðslu í sölu. Svo er þetta er líka skemmtilegt mannlífstorg,“ segir Auður Konráðsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa að útisölu þeirri sem í sumar er í Tryggvagarði á Selfossi
Markaður Frá vinstri, Auður Konráðsdóttir, Guðbjörg Gína Pétursdóttir og Alda Björk Ólafsdóttir sem stóðu vaktina í Tryggvagarði um helgina.
Markaður Frá vinstri, Auður Konráðsdóttir, Guðbjörg Gína Pétursdóttir og Alda Björk Ólafsdóttir sem stóðu vaktina í Tryggvagarði um helgina. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hér er góður vettvangur þeirra sem þurfa að koma vörum sínum og framleiðslu í sölu. Svo er þetta er líka skemmtilegt mannlífstorg,“ segir Auður Konráðsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa að útisölu þeirri sem í sumar er í Tryggvagarði á Selfossi. Þar hefur síðan í júnílok verið starfsemi alla laugardaga – og þegar best lætur eru sölubásarnir 10 til 15 talsins. Seljendur eru margir af Suðurlandi en koma einnig af Reykjavíkursvæðinu, ofan af Skaga og jafnvel víðar frá. Margt er í boði en áberandi er handverk og matvæli ýmiss konar; svo sem kjötvörur og heimabakstur.

Staðsetningin er frábær

Sumarmarkaður sá sem lengi var í Mosfellsdal hefur nú lagst af. Auður Konráðsdóttir segir að með því hafi myndast ákveðið tómarúm

...