Tölvumynd af nýju líforkuveri sem reisa á í Dysnesi í Eyjafirði á næstunni.
Tölvumynd af nýju líforkuveri sem reisa á í Dysnesi í Eyjafirði á næstunni.

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnarsamlags Norðurlands, segir að áætlaður kostnaður við uppbyggingu innviða í Dysnesi við Eyjafjörð, þar á meðal allt að 700 metra langa bryggju, verði um 10 milljarðar króna. Þar af kosti höfnin 4-6 milljarða. Hafnarsamlagið sér um rekstur og þróun hafna á Akureyri, í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Hörgársveit, Hrísey og Grímsey. Dysnes er í um 3,5 km fjarlægð frá Hjalteyri og 15 km norður af Akureyri.

Dreifist á 20-30 ár

Í samtali við ViðskiptaMoggann segir Pétur að kostnaðurinn muni dreifast á næstu 20-30 ár og að svæðið verði byggt upp í áföngum. Enn er óvíst hvernig fjármögnun verður háttað en Pétur segir áhuga á verkefninu mikinn og hann er bjartsýnn á aðkomu nokkurra aðila.

Fyrsta fyrirtækið til að koma sér fyrir í Dysnesi, og marka þannig upphaf verkefnisins,

...